Forsetinn fundar með Google

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son átti frum­kvæðið af því að fá til lands­ins sendi­nefnd frá Google í þeim til­gangi að kanna grund­völl að sam­starfi sem tryggt get­ur ábyrg­ara eft­ir­lit með veiðum á heims höf­um og hvernig upp­lýs­inga­tækni og reynsla Íslend­inga get­ur nýst í þess­um efn­um.

Sendi­nefnd frá Google var á Íslandi í þrjá daga og auk þess að funda með Ólafi Ragn­ari átti hún viðræður við fyr­ir­tæki á sviði upp­lýs­inga­tækni, sjáv­ar­út­vegi og ýms­ar stofn­an­ir svo sem Sigl­inga­mála­stofn­un, Hafrnn­sókn­ar­stofnu og Vakt­stöðu sigl­inga. Niðurstaða heim­sókn­ar­inn­ar var að vinna grund­völl að áætl­un um slíkt sam­starf á næstu mánuðum og miss­er­um.

Heims­sókn sendi­nefnd­ar Google til Íslands er fram­hald af viðræðum sem Ólaf­ur Ragn­ar átti við full­trúa netris­ans á ráðstefnu Econom­ist í Singa­púr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert