Ólafur Ragnar Grímsson átti frumkvæðið af því að fá til landsins sendinefnd frá Google í þeim tilgangi að kanna grundvöll að samstarfi sem tryggt getur ábyrgara eftirlit með veiðum á heims höfum og hvernig upplýsingatækni og reynsla Íslendinga getur nýst í þessum efnum.
Sendinefnd frá Google var á Íslandi í þrjá daga og auk þess að funda með Ólafi Ragnari átti hún viðræður við fyrirtæki á sviði upplýsingatækni, sjávarútvegi og ýmsar stofnanir svo sem Siglingamálastofnun, Hafrnnsóknarstofnu og Vaktstöðu siglinga. Niðurstaða heimsóknarinnar var að vinna grundvöll að áætlun um slíkt samstarf á næstu mánuðum og misserum.
Heimssókn sendinefndar Google til Íslands er framhald af viðræðum sem Ólafur Ragnar átti við fulltrúa netrisans á ráðstefnu Economist í Singapúr.