Íslenskur jarðfræðingur, dr. Björn Oddsson, var gerður að heiðursfélaga á nýliðnum aðalfundi Sambands svissneskra jarðfræðinga, CHGEOL, í höfuðborg landsins, Bern.
Aðeins einn maður hefur áður hlotið þennan heiður. Björn hlýtur viðurkenninguna fyrir brautryðjendastarf á sviði endurmenntunar í hagnýtri jarðfræði. Hann hefur um 20 ára skeið haldið námskeið við ETH-háskólann í Zürich um margvísleg efni, s.s. jarðgangagerð, vatnsverndun og ýmiss konar náttúruhamfarir. Eru námskeiðin vel þekkt um allan hinn þýskumælandi heim.