Krafist fundar vegna Spkef

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, telur brýnt að boðað verði til fundar í nefndinni til þess að ræða málefni Byr og SpKef.

„Ég tel ástæðu til þess í ljósi þess kostnaðar sem nú leggst á ríkissjóð og þeirra mála sem Guðlaugur Þór hefur bent á að þetta mál verið tekið á dagskrá nefndarinnar og að gerð verið athugun á þessu máli,“ segir Birgir.

Birgir segir enn fremur að hann muni óska eftir fundi um málið í næstu viku og farið verði fram á að formleg athugun fari fram.

„Við erum búin að vera að minna á aðkomu fjármálaráðherra í málefnum SpKef og Byr í nefndinni í allan vetur og nú verður þetta mál vonandi athugað og málið rannsakað í kjölfarið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert