Ný kersmiðja Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð var opnuð formlega við hátíðlega athöfn í dag. Bygging kerverksmiðjunnar er lokaáfanginn í byggingu álversins á Reyðarfirði og er heildarkostnaður við hana um 4,6 milljarðar króna.
Það er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE) sem hefur tekið að sér að fóðra kerin og annast rekstur kersmiðjunnar, sem var boðin út. Alls eru 336 ker í álveri Fjarðaáls og frá upphafi eða þau fimm ár sem álverið hefur verið starfrækt má lauslega áætla að samanlögð heildarverðmæti álafurða séu um 400 milljarðar króna.
Störfum mun fjölga á svæðinu vegna stækkunar álversins en alls munu starfa 40 manns hjá VHE starfa í kersmiðjunni. Samhliða því sér fyrirtækið einnig um stálviðgerðir fyrir álverið sem kallar á 10 til 12 starfsmenn til viðbótar.
Um 15 manns voru viðstaddir opnunina, m.a. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tintan Alcan, og fulltrúum bæjarstjórnar á Austurlandi. Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra, sagði í tilefni opnunarinnar að hún fagnaði því sem iðnaðarráðherra að fjöldi nýrra starfa væri að skapast og sem fjármálaráðherra með auknum umsvifum og auknum tekjum í ríkiskassann. Þá minnti ráðherrann á að íbúum á Austurlandi hafi fjölgað um nærri 1000 síðan álverið tók til starfa.