Sá guli er að braggast

Hafrannsóknastofnunin leggur til að þorskveiðikvótinn verði aukinn um 19 þúsund tonn í 196 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári en ýsuafli minnki hins vegar um 13 þúsund tonn.

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir að vel hafi tekist til við uppbyggingu þorskstofnsins á undanförnum árum og verði haldið skynsamlega á málum geti aflamarkið farið í 250 þúsund tonn á næstu árum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, að aukningin í þorskinum jafngildi um átta milljörðum króna í útflutningstekjum. Friðrik segir að fátt komi í sjálfu sér á óvart í ráðgjöf Hafró. „Það þarf að fara aftur til 1981 til þess að finna stærri viðmiðunarstofn, þ.e. fjögurra ára og eldri og aftur til 1964 til að finna stærri hrygningarstofn heldur en núna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert