Yfirtaka ríkisins á SpKef mun kosta skattgreiðendur liðlega 19 milljarða króna. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir ríkisstjórnina forðast eins og heitan eldinn að gefa nokkrar skýringar á málinu.
„Árni Páll Árnason sagði á sínum tíma að það væri „utan mannlegs valds“ að greiða 19 milljarða vegna yfirtökunnar, það væri svo há tala,“ segir Bjarni í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
„Það sem þarf að svara núna er: Hvers vegna fékk sparisjóðurinn að starfa á undanþágu í tæpt ár, áður en ríkið tók hann yfir, hversu mikið rýrnuðu eignir hans á því tímabili, þegar hann var enn að safna innlánum? Og hversu mikið rýrnuðu þær eftir að ríkið tók hann yfir og fram að því að hann rann inn í Landsbankann? Þetta er allt hulið einhverjum leyndarhjúpi. Það sem ég kalla eftir er fyrst og fremst að menn geri grein fyrir því á grundvelli hvaða upplýsinga ákvarðanir hafi verið teknar í þessu máli,“ segir Bjarni. kjon@mbl.is 28