Þingfundi lauk um miðja nótt

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn

Fundi á Alþingi lauk um kl 3.45 í nótt. Rætt var um frumvarp um veiðigjöld sjöunda daginn í röð. Þegar umræðunni lauk voru enn nokkrir þingmenn á mælendaskrá. Fundur hefst aftur á Alþing kl. 10:30.

Ekkert samkomulag er um þingstörfin. Tæplega áttatíu mál frá ríkisstjórninni eru óafgreidd. Mikill ágreiningur eru um sum þeirra eins og um sjávarútvegsfrumvörpin, rammaáætlun og Vaðlaheiðargöng.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu í nótt um fundarstjórn forseta og kröfðust þess að fá að vita hvað fundur ætti að standa lengi. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis sagði að margir væru enn á mælendaskrá og hún vildi gefa þingmönnum tækifæri til að tjá sig um það mál sem þeir hefðu óskað eftir að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka