„Vilja ráða efnislegri niðurstöðu“

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sagði í Alþingi í morg­un að stjórn­ar­andstaðan krefðist þess að ráða efn­is­legri niður­stöðu veiðigjalda­máls­ins. Hann minnti á að það væri þing­meiri­hluti fyr­ir mál­inu.

Umræða hófst í morg­un á Alþingi um veiðigjöld. Nokkr­ir þing­menn bæði úr stjórn og stjórn­ar­and­stöðu hvöttu til sam­stöðu í mál­inu og sögðu að í reynd bæri ekki mikið efn­is­lega á milli manna.

Áður en form­leg umræða byrjaði um veiðigjalda­frum­varpi hófst umræða um fund­ar­stjórn for­seta. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sagðist vilja að ráðherr­ar og helstu stuðnings­menn fum­varps­in yrðu viðstadd­ir umræðuna.

Björg­in G. Sig­urðsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, sagði að í reynd væru all­góð samstaða um meg­in­at­riði þessa máls. Jón Gunn­ars­son og Árni Johnsen, þing­menn Sjálf­stæðis­flokks, tóku und­ir þetta og sögðu ekki ágrein­ing um að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiddi veiðigjöld. Þeir gagn­rýndu hins veg­ar hvernig stjórn­völd hefðu staðið að mál­um og eins þyrfti að gera frek­ari breyt­ing­ar á frum­varp­inu.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hefði sagt að ekki stæði til að gefa meira eft­ir í þessu máli. Þetta benti ekki til þess að mik­ill sátta­hug­ur væri hjá for­sæt­is­ráðherra.

Fram kom í umræðunni að stjórn­ar­and­stæðing­ar vilja að það verði gert hlé á umræðunni og mál­inu yrði vísað aft­ur til nefnd­ar. Björg­vin sagði það enga lausn og rétt­ar væri að ljúka ann­arri umræðu og taka málið fyr­ir í nefnd áður en þriðja umræðan færi fram.

„Síðan á mánu­dag höf­um við reynt að gera stjórn­ar­and­stöðunni ýmis til­boð í þess­um efn­um. Það hef­ur komið fyr­ir ekk­ert,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son. „Stjórn­ar­andstaðan hef­ur talað hér í 70-80 klukku­stund­ir nú þegar við aðra umræðu, en er þetta þó frum­varp sem þarf að fá af­greiðslu. Það teng­ist for­send­um fjár­laga yf­ir­stand­andi árs og rík­is­fjár­mála­áætl­un næstu ára. Það hef­ur ekki verið venj­an að stjórn­ar­andstaðan leggja stein í götu þess að t.d tekju­öfl­un­ar­frum­vörp fjár­laga næðu fram að ganga. Þau eru af­greidd á ábyrgð meiri­hlut­ans og það er ekki verið að biðja neinn að bera póli­tíska ábyrgð á því. Það er þing­meiri­hluti fyr­ir þessu máli, en vand­inn virðist vera sá að minni­hlut­inn vill ráða efn­is­legri niður­stöðu þess.“

Birk­ir Jón Jóns­son, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins spurði for­seta hversu lengi þing­fund­ur ætti að standa í dag. Hann sagðist hafa ætlað sér að vera viðstadd­ur opn­un nýrr­ar verk­smiðju Fjarðaáls á Reyðarf­irði síðar í dag. For­seti gaf eng­in svör um hvað fund­ur­inn yrði lang­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert