Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur nauðsynlegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki ákvarðanir og verklag fjármálaráðherra vegna aðkomu hans að Byr og Spkef.
Guðlaugur bendir á að Byr og Spkef uppfylltu ekki lögbundnar eiginfjárkröfur en þrátt fyrir það hafi Byr fengið að starfa í 18 mánuði og stangist það á við 86.gr. laga um fjármálafyrirtæki. Ofan á þetta bætast 10 mánuðir þar sem sparisjóðurinn hafi fengið undanþágu frá FME og því hafi nýi og gamli Byr ekki uppfyllt lögbundnar eiginfjárkröfur í 28 mánuði.
„Við þetta má bæt að samkvæmt lögum á Bankasýslan að fara með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum og hefur það að mestu gengið eftir nema í tilviki Byrs og Spkef en þar hefur fjármálaráðherra farið með eignarhlut ríkisins,“ segir Guðlaugur Þór.
Þá bendir Guðlaugur á að samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins frá 8. september á síðast ári hafi eignir byr rýrnað um 113 milljarða síðustu 2 ár í umsjón ríkisins.