Einelti spyr hvorki um stöðu né stétt

Einelti á vinnustöðum er algengara en marga grunar.
Einelti á vinnustöðum er algengara en marga grunar. mbl.is/Þorkell

Einelti á vinnu­stöðum er bæði al­geng­ara og al­var­legra en flest­ir gera sér í hug­ar­lund. Það get­ur birst á marg­an hátt og fyr­ir­finnst í öll­um starfs­stétt­um. Hér á  landi hafa verið sett lög til að vernda fólk gegn of­beldi af þessu tagi. Sér­fræðing­ur í fyr­ir­tækja- og vinnusál­fræði seg­ir dæmi um að fórn­ar­lömb einelt­is á vinnu­stöðum hafi orðið fyr­ir lík­am­leg­um áverk­um.

Einelti spyr hvorki um stöðu né stétt. Rúm­lega fimm­tug há­skóla­menntuð kona, með um þriggja ára­tuga far­sæl­an starfs­fer­il að baki, varð fyr­ir einelti á vinnustað. Það hafði þrif­ist þar lengi, án þess að nokkuð hefði verið að gert. Eineltið hef­ur haft marg­vís­leg áhrif á líf henn­ar og hún seg­ist sjá eft­ir að hafa sagt frá því í at­vinnu­viðtöl­um, því að það sé túlkað sem skort­ur á tryggð við vinnu­veit­and­ann.

„Ég missti vinn­una í hrun­inu,“ seg­ir hún. „Fyr­ir­tækið sem ég vann hjá varð gjaldþrota og lít­il eft­ir­spurn var þá eft­ir fólki í minni starfs­grein. Árum sam­an hafði ég skapað mér auka­vinnu í kring­um áhuga­mál mín og ákvað að skipta um starfs­vett­vang og gera  þessa auka­getu að aðal­starfi.  Þegar það tókst var ég him­in­lif­andi og mætti til vinnu full eld­móðs og áhuga.”

Hún seg­ir fyrstu vik­urn­ar í nýju vinn­unni hafa verið „öm­ur­leg­ar”. Henni hafi ekki verið sagt til í starf­inu og henni voru ekki feng­in nein verk­efni. „Ég reyndi að spyrja, biðja um verk­efni og geta í eyðurn­ar en það var áhættu­samt því mjög illa var brugðist við öll­um frá­vik­um frá venju­bund­inni rútínu á þess­um vinnustað. Ef ég orðaði hlut­ina öðru­vísi eða setti tölvu­pósta ekki upp á til­tek­inn hátt var kvartað. Ég reyndi þá að taka frum­kvæði og  vinna verk­efni sem ég vissi að ég hafði á valdi mínu. Því var held­ur ekki vel tekið.“

Ýmsum ráðum beitt í einelt­inu

Fljót­lega eft­ir að kon­an hóf þarna störf var hald­inn fund­ur allra starfs­manna, þar sem ræða átti það sem framund­an væri. Fund­ur­inn fór hins veg­ar í að yf­ir­maður­inn varði öll­um tím­an­um í að finna að verk­efni sem kon­an hafði unnið. Seinna átti hún eft­ir að sitja fundi þar sem eins var farið með aðra starfs­menn.

Hún seg­ir yf­ir­mann­inn hafa beitt ýms­um ráðum til að fá starfs­fólkið til að finn­ast það ómögu­legt.

„Yf­ir­maður minn bað okk­ur und­ir­menn sína einnig reglu­lega að finna upp­lýs­ing­ar sem  hann bráðvantaði. Okk­ur tókst hins veg­ar aldrei að gera nógu vel. Eitt­hvað vantaði  upp á í hvert ein­asta skipti og hann hafði nýj­ar og nýj­ar spurn­ing­ar í hvert sinn sem við kom­um með svör. Eitt lítið er­indi sem hefði getað tekið eitt sím­tal og tíu mín­út­ur af tíma starfs­manns var aldrei af­greitt í færri en þrem­ur til fjór­um sím­töl­um og gat tekið frá hálf­tíma upp í tvo til þrjá tíma að af­greiða.“

„Yf­ir­maður minn fór yfir öll mín verk­efni bein­lín­is í leit að ein­hverju til að setja út
á,“ seg­ir kon­an. „Ég verð að játa að oft sauð á mér þegar kallað var í þriðja og fjórða skipti bara til að sýna mér eitt­hvert smá­atriði sem fara mætti bet­ur. Punkt­ur hér, komma þar eða betra orðalag varð að stór­máli og ég var stöðugt að standa upp frá skrif­borðinu mínu og ganga inn á skrif­stof­una hans til að fá þau skila­boð.“

Hún seg­ir að eitt sinn hafi yf­ir­maður­inn sent tölvu­póst til allra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins til að segja þeim frá því að hún hefði gert mis­tök í tölvu­póst­send­ing­um til viðskipta­vin­ar fyr­ir­tæk­is­ins.

Blett­ur á flekk­laus­um starfs­ferli

Kon­an vinn­ur ekki leng­ur á þess­um stað, en starfs­lok henn­ar urðu með þeim hætti að hún svaraði yf­ir­mann­in­um full­um hálsi og var í kjöl­farið sagt upp störf­um.

„Ég sé ekk­ert eft­ir vinn­unni en mér fannst þessi mála­lok blett­ur á ann­ars flekk­laus­um ferli mín­um og mér leið óskap­lega illa. Í minni fjöl­skyldu er fólk ekki rekið úr vinnu, þvert á móti er eft­ir því sóst. Ég leitaði til sál­fræðings sem er sér­fræðing­ur í vinnustaðasál­fræði og í ljós kom að ég þjáðist af al­var­legri áfall­a­streiturösk­un. Kvíðahnút­ur­inn sem ég hafði verið með í mag­an­um í hálft ár var lengi að leys­ast upp og stund­um finn ég fyr­ir hon­um enn. Ég var líka far­in að ef­ast um eig­in dómgreind.“

Eft­ir að kon­an var rek­in úr starfi kvartaði hún til Vinnu­eft­ir­lits rík­is­ins vegna einelt­is á þess­um til­tekna vinnustað. Í kjöl­farið kvartaði ann­ar  fyrr­ver­andi starfsmaður og sex aðrir fyrr­ver­andi starfs­menn gáfu sig fram og kváðust til­bún­ir að styðja framb­urð hinna tveggja. Ekki hef­ur enn feng­ist niðurstaða í málið en ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki var fengið, en að sögn kon­unn­ar hafa eineltisk­vart­an­ir henn­ar og annarra ekki verið rann­sakaðar. „Við höf­um eng­in úrræði til að leita rétt­ar okk­ar, því að lög­in gera ein­fald­lega ekki ráð fyr­ir frek­ari úrræðum.“

Sér eft­ir að hafa sagt frá í starfsviðtali

Kon­an seg­ist sjá eft­ir því að hafa skýrt frá því á ráðning­ar­stofu að hún hafi orðið fyr­ir einelti. Hún seg­ist viss um að það hafi nei­kvæð áhrif á starfs­mögu­leika henn­ar og að það að hún hafi sagt frá þess­um at­b­urðum sé túlkað sem lít­il tryggð við vinnu­veit­end­ur.  

„Það er hart að hægt er að eyðileggja orðspor manns á vinnu­markaði á þenn­an hátt, því eng­inn trú­ir því að sam­starfsmaður þinn ákveði mark­visst og kerf­is­bundið að brjóta þig niður og gera þér ókleift að blómstra í starfi. Ég sagði frá þess­ari reynslu minni í fyrsta at­vinnu­viðtal­inu sem ég fór í eft­ir þetta og and­rúms­loftið breytt­ist strax og ég fékk ekki vinn­una. Ég sagði ráðgjafa á ráðning­ar­skrif­stofu einnig frá því að ég hefði kvartað und­an einelti og eft­ir það hef ég ekki fengið viðtal eða komið til greina í stöður sem aug­lýst­ar eru hjá þeim. Engu er lík­ara en það að leita rétt­ar síns í einelt­is­mál­um sé túlkað sem skort­ur á tryggð við vinnu­veit­and­ann.“

Einelti er alls staðar

„Einelti fyr­ir­finnst í öll­um störf­um og á öll­um stig­um þjóðfé­lags­ins. Það er alls staðar og tak­mark­ast ekki við nein­ar ein­stak­ar starfs­stétt­ir, því hvati þess að leggja aðra í einelti ræðst fyrst og fremst af per­sónu þess sem vel­ur að beita sér svona frem­ur en starfi hans eða þjóðfé­lags­stöðu. Og slík­ir ein­stak­ling­ar eru úti um allt,“ seg­ir Marteinn Stein­ar Jóns­son, fyr­ir­tækja- og vinnusál­fræðing­ur, sem hef­ur sér­hæft sig í einelti á vinnu­stöðum.

Hann seg­ir að rann­sókn­ir sýni að al­var­legt einelti sé að finna á 1-4% allra vinnustaða í Evr­ópu, á 8-10% vinnustaða fyr­ir­finn­ist einelti af og til og á 10-20% vinnustaða tíðkist nei­kvæð hegðun eða nei­kvætt viðmót, sem ekki falli und­ir skil­grein­ing­ar á einelti, en valdi engu að síður oft mik­illi van­líðan.

Hann seg­ir að hættu­legt geti reynst að láta sam­skipta­vanda óáreitt­an og að taka ekki á vanda­mál­um. „Þá geta þau magn­ast upp og þró­ast yfir í einelti.“

Niður­læg­ing, huns­un, háð og spott

Marteinn hef­ur komið að fjöl­mörg­um einelt­is­mál­um á ís­lensk­um vinnu­stöðum og seg­ir þau jafn mis­jöfn og þau eru mörg. Hann seg­ir einelti meðal ann­ars geta birst í niður­læg­ingu, huns­un, að halda vitn­eskju frá viðkom­andi, að hæða hann og spotta og reyna að taka fórn­ar­lambið á taug­um á ýms­an hátt. Sum mál­anna eru býsna al­var­leg og hann seg­ir dæmi um að fólki hafi jafn­vel verið veitt­ir lík­am­leg­ir áverk­ar.

„Ég veit um dæmi þar sem maður var lagður í einelti á vinnustað sín­um í 17 ár. En hann tjáði sig ekki um van­líðan sína fyrr en ger­and­inn hafði hand­leggs­brotið hann.“

Marteinn seg­ir einelti hafa víðtæk áhrif á þá sem fyr­ir því verða. „Sum­ir hætta í vinn­unni sinni út af því, oft vegna þess að það er ekk­ert gert í mál­un­um. Stund­um er ekki hlustað á fólk þegar það seg­ir frá svona hlut­um og sum­ir vinnustaðir loka aug­un­um fyr­ir þessu. Þeim er skylt að vera með viðbragðsáætl­un gegn einelti, þetta er vinnu­vernd­ar­mál og fólk á rétt á því að líða vel á sín­um vinnustað. Einelti er ekk­ert annað en of­beldi og fáir vinnu­veit­end­ur myndu lík­lega sætta sig við það að fólk væri að berja hvað annað í vinn­unni. En einelti er ekk­ert betra en það, jafn­vel verra.“

Ekki alltaf einelti

Marteinn hef­ur gert út­tekt­ir á fjöl­mörg­um vinnu­stöðum eft­ir að kvart­an­ir hafa borist um einelti. Hann seg­ir stund­um snúið að vinna í mál­um af þessu tagi, en oft gangi vel að leysa vand­ann. Það sé til í dæm­inu að fólk telji sig hafa orðið fyr­ir einelti, en við nán­ari at­hug­un komi í ljós að svo sé ekki, held­ur sé um að ræða nei­kvæða fé­lags­lega hegðun, sem get­ur t.d. komið fram sem viðvar­andi óbil­girni eða sam­skipta­vandi. Til þess að meta hvort um er að ræða einelti eða aðra teg­und hegðunar styðst hann við reglu­gerðir og lög um holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnustað.

Gerend­ur stund­um rekn­ir úr starfi

„Þegar búið er að greina vand­ann eru tekn­ar ákv­arðanir um hvað það er sem þarf að gera. Ef þetta er einelti er ger­and­an­um stund­um veitt áminn­ing og hann fær jafn­vel tæki­færi til að vinna í sín­um mál­um. Það hef­ur hins veg­ar komið fyr­ir að fólk sé fært til eða því vikið úr starfi vegna þess að það hef­ur lagt vinnu­fé­laga sína í einelti. Yf­ir­leitt er regl­an sú að sá sem legg­ur í einelti þarf að víkja frek­ar en þolandi einelt­is­ins. Mál­in geta orðið svo al­var­leg að ekki er leng­ur hægt að hafa báða aðila áfram á staðnum. Það er mis­jafnt hvernig staðið er að vinnslu einelt­is­mála og það þarf auðvitað að fara eft­ir lög­um og regl­um. Ef hægt er að leita sátta, þá er það gert. En grund­vall­ar­atriðið er að upp­ræta eineltið al­gjör­lega en hvernig best er að fara að, ræðst af þeim for­send­um sem fyr­ir hendi eru, hverju sinni.“

Að sögn Marteins kem­ur það vinnu­veit­end­um stund­um á óvart að einelti sé í gangi ávinnustaðnum. Fólk geti verið tregt til að til­kynna einelti af ótta við að það komi niður á mögu­leik­um þess í starfi og vel­vild í garð þess. „Það ger­ist oft,“ seg­ir hann. 

Eng­inn kynjamun­ur

Marteinn Stein­ar seg­ir að rann­sókn­ir hafi ekki sýnt fram á kynjamun að neinu leyti og að eng­ar vís­bend­ing­ar séu um að al­geng­ara sé að full­orðið fólk á til­teknu ald­urs­skeiði leggi fólk í einelti, um­fram fólk á öðrum aldri.

„Það þarf að hjálpa þeim sem lend­ir í þessu að byggja sig upp aft­ur. Fórn­ar­lömb­in eru oft með sjálfs­ásak­an­ir. Þau taka þessu oft þannig að það sé eitt­hvað að þeim sjálf­um og að þau beri ein­hverja ábyrgð á einelt­inu. Þetta eru yf­ir­leitt mjög hæf­ir ein­stak­ling­ar sem eru sam­visku­sam­ir og vinna vel, en aðrir sjá ein­hvern veik­an blett sem þeir ráðast á. Það er sagt að sum­ir þeirra sem lenda í einelti um­beri streitu og mót­læti bet­ur en marg­ir aðrir, vegna fyrri reynslu af of­ríki og of­beldi, og hafi myndað þol gegn því að aðrir fari illa með þá. Jafn­an er þetta fólk sem vill ekki lenda í útistöðum og hik­ar við að berj­ast á móti.“

Ekki ein­hver ein til­tek­in mann­gerð

Marteinn seg­ir ástæður einelt­is marg­vís­leg­ar. „Það er ekki hægt að segja að ein­hver til­tek­in mann­gerð leggi annað fólk í einelti, en rann­sókn­ir hafa sýnt að þeir eiga þó sumt sam­eig­in­legt. Sum­ir eru að sýna vald sitt, aðrir eru að refsa ein­hverj­um sem þeir þola ekki,“ seg­ir Marteinn.

„Þeir telja sig ósjald­an hafa mjög gott sjálfs­mat og líta hátt á sig. En sjálfs­matið er í raun­inni óstöðugt, því að ef þeir halda að ein­hver meti þá ekki eins og þeir telja sig eiga skilið, þá ráðast þeir áviðkom­andi til að vernda sína sjálfs­mynd. Yf­ir­leitt er um að ræða slaka til­finn­inga­greind. En það bend­ir ým­is­legt til þess að þeir sem vilja leggja aðra í einelti þjá­ist af van­meta­kennd og hún get­ur verið mjög vel dul­in.“

Marteinn Steinar Jónsson, fyrirtækja- og vinnusálfræðingur.
Marteinn Stein­ar Jóns­son, fyr­ir­tækja- og vinnusál­fræðing­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert