Margir ósjálfbjarga sökum ölvunar

mbl.is/Jakob Fannar

Lögreglan sinnti fjölmörgum hávaðaútköllum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu var einnig mikið um ósjálfbjarga einstaklinga í borginni, en lögreglan segir að þeir hafi verið mjög ölvaðir.

Þá hafði lögreglan afskipti af þremur ökumönnum í gær sem eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 20:14 var kona um tvítugt stöðvuð í miðbæ Reykjavíkur grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um kl. 22 í kvöld var þrítugur karlmaður stöðvaður í Hafnarfirði grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Rétt fyrir kl. 23 var fertugur karlmaður stöðvaður í Kópavogi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Fólkið var allt handtekið flutt á lögreglustöðina. Það var allt frjálst ferða sinna að sýnatöku lokinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert