Telur ummælin vítaverð

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, fór fram á það við for­seta Alþing­is að hann ávíti Björn Val Gísla­son alþing­is­mann vegna um­mæla hans um Jón Gunn­ars­son. Hún tel­ur af­sök­un­ar­beiðni Björns Vals ófull­nægj­andi.

Björn Val­ur gaf til kynna í þing­ræðu að Jón Gunn­ars­son hefði verið drukk­inn í þingsal. Hann baðst af­sök­un­ar á þess­um um­mæl­um dag­inn eft­ir.

Ragn­heiður Elín fór með yf­ir­lýs­ingu í pontu á laug­ar­dag ætlaða Ástu Ragn­heiði Jó­hann­es­dótt­ur þing­for­seta, þar sem hún sagði þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins telja um­mæli Björns Vals víta­verð.

„Nú hef­ur Björn Val­ur Gísla­son lýst því yfir á op­in­ber­um vett­vangi að hann hafi gert mis­tök með því að gefa í skyn að hv. þm. Jón Gunn­ars­son væri und­ir áhrif­um áfeng­is við þing­störf­in. Jafn­framt hef­ur hann sagt af­drátt­ar­laust að það hafi þingmaður­inn ekki verið.

Það er ástæða til að fagna því að þingmaður­inn hef­ur stigið þetta skref.

En ég vil árétta að það er skoðun þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins að fyrr­greind um­mæli sem hv. þm. lét falla hafi verið víta­verð sbr. ákvæði 87. gr. þing­skap­a­laga, en þar stend­ur, með leyfi for­seta: „Ef þingmaður tal­ar óvirðulega um for­seta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða ein­hvern þing­mann brigsl­yrðum eða vík­ur með öllu frá um­tals­efn­inu skal for­seti kalla til hans: „Þetta er víta­vert“, og nefna þau um­mæli sem hann vít­ir,“ sagði Ragn­heiður Elín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert