Bjartsýn á samkomulag

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Heiðar Kristjánsson

„Það er verið að vinna í að semja um þinglok. Ég býst við því á næstunni, ég er mjög bjartsýn á að það komi í vikunni,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún sagði stemninguna á Alþingi góða í dag þar sem mörg mál hefðu verið afgreidd.

Alls voru sjö frumvörp ríkisstjórnarinnar samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld, þar má nefna frumvarp um háskóla, varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna, réttindagæslu fyrir fatlað fólk, réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda og myndlistarlög. Þá voru einnig tvær tillögur ríkisstjórnarinnar samþykktar um framkvæmdaáætlum í málefnum fatlaðs fólks og stefna um beina erlenda fjárfestingu.

„Svo er lokahnykkurinn eftir, menn eru að tala saman um stærstu málin sem eftir er að semja um,“ segir Ásta Ragnheiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert