Höfum ekki efni á ójöfnuði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ráðherr­ar heil­brigðis- og fé­lags­mála á Norður­lönd­un­um sitja nú ár­leg­an fund sinn í Ber­gen í Nor­egi þar sem rætt er um vel­ferðar­mál í víðu sam­hengi. Í viðræðum ráðherr­anna í dag lagði Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra áherslu á að jöfnuður og fé­lags­legt rétt­læti væru grund­vallar­for­send­ur hvers sam­fé­lags sem tryggja vill al­menna vel­ferð.

„Efna­hags­leg­ur ójöfnuður leiðir til margþættra fé­lags­legra og heilsu­fars­legra vanda­mála og veld­ur um leið mikl­um kostnaði fyr­ir sam­fé­lagið allt. Þetta vit­um við og því er óhætt að segja að ís­lenskt sam­fé­lag hef­ur ekki efni á ójöfnuði,“ sagði Guðbjart­ur meðal ann­ars í ávarpi sínu á fund­in­um.

Guðbjart­ur ræddi um hvernig ís­lensk stjórn­völd hefðu frá efna­hags­hrun­inu reynt eft­ir megni að verja vel­ferðar­kerfið og auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu. Enn frem­ur talaði hann sér­stak­lega um aðgerðir stjórn­valda til að vinna gegn at­vinnu­leysi og al­var­leg­um af­leiðing­um þess.

„Áhrif at­vinnu­leys­is, sér­stak­lega þegar það er langvar­andi, eru vel þekkt, jafnt fyr­ir ein­stak­ling­ana sem í hlut eiga og sam­fé­lagið í heild. Fé­lags­leg ein­angr­un, fá­tækt, og ör­orka eru lík­leg­ar af­leiðing­ar ef ekk­ert er að gert og í versta falli get­ur þetta jafn­vel orðið hlut­skipti margra kyn­slóða, líkt og dæm­in sanna. Íslensk stjórn­völd hafa því lagt allt kapp á að sporna við at­vinnu­leysi með marg­vís­leg­um aðgerðum sem hafa skilað veru­leg­um ár­angri,“ sagði Guðbjart­ur.

Ráðherr­arn­ir töluðu all­ir um mik­il­vægi virkr­ar þátt­töku fólks í sam­fé­lag­inu og að tryggja þyrfti að til­tekn­ir hóp­ar með veika stöðu yrðu ekki útund­an. Áfram verður fundað á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert