Sýna dónaskap og dólgshátt

Gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðargöng.
Gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðargöng. Sverrir Vilhelmsson

Veg­far­end­ur um Hval­fjarðargöng virðast ekki all­ir jafn kurt­eis­ir, ef marka má frétt á vefsvæði Spal­ar, sem rek­ur göng­in. Þar seg­ir að fyr­ir komi að viðskipta­vin­ir ausi úr skál­um reiði sinn­ar vegna þess að veggjald skuli inn­heimt og sýni bæði dóna­skap og dólgs­hátt. Bent er á að kurt­eisi kosti ekk­ert.

Á vef Spal­ar seg­ir að af og til komi það fyr­ir að viðskipta­vin­ir láti starfs­fólk í gjald­skýli  heyra það svo um muni. „Við höf­um ný­legt dæmi um fá­heyrðan dóna­skap í sam­skipt­um af þessu tagi,“ seg­ir í frétt­inni og einnig að til­vik­in varði oft veggjaldið á einn eða ann­an hátt.

Viðkom­andi full­yrði þá að Spöl­ur hafi þegar greitt all­ar skuld­ir sín­ar vegna fram­kvæmda við ganga­gerðina og haldi þó áfram að inn­heimta veggjald. „Þetta er auðvitað frá­leitt og best að end­ur­taka það enn einu sinni, af gefnu til­efni, að miðað er við að skuld­ir greiðist upp síðla árs 2018 og í fram­hald­inu fái ríkið mann­virkið af­hent skuld­laust. Þetta er allt í fullu sam­ræmi við samn­inga rík­is­ins og Spal­ar sem Alþingi staðfesti.“

Ættu að hafa sam­band við ráðamenn fé­lags­ins

Þá seg­ir að starfs­menn Spal­ar séu ráðnir til að veita viðskipta­vin­um góða þjón­ustu og það geri þeir. Eðli­legt sé að ein­hverj­um mis­líki eitt­hvað á stund­um og hafi þeir kvört­un eða at­huga­semd fram að færa geri þeir það, að sjálf­sögðu. „Sé þeim mikið niðri fyr­ir ættu þeir að hafa beint sam­band við ráðamenn fé­lags­ins frek­ar en að skeyta skapi sínu á starfs­fólki í gjald­skýli eða á skrif­stofu.“

Að end­ingu seg­ir að dóna­skap­ur og dólgs­hátt­ur eigi ekki heima í eðli­leg­um sam­skipt­um manna og segi aðeins mest um þá sem temja sér slíka fram­komu. Kurt­eisi sé eðli­leg­ur sam­skipta­máti og kosti ekk­ert. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert