Dragi til baka launahækkanir

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. mbl.is/Brynjar Gauti

Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, gagnrýnir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir þau ummæli sín að 23% hækkun á eigin launum og launum bæjarfulltrúa sé ekki launahækkun heldur leiðrétting.

Í ályktun frá félaginu segir að bæjarbúar hafi þurft að taka á sig verulegar skattahækkanir frá hruni, enda sé fjárhagsstaða sveitarfélagsins mjög slæm. Megi þar nefna að Kópavogsbær skuldar yfir 200% af heildarárstekjum, sem er töluvert yfir leyfilegu hámarki samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

„Það er því mjög óeðlilegt og ótímabært að bæjarstjóri og meirihlutinn í bænum gangi fram með því fordæmi að hækka eigin laun áður en að bæjarbúar hafa fengið leiðréttingu á þeim skattahækkunum sem þeir hafa þurft að taka á sig,“ segir í ályktuninni.

Týr hvetur bæjarstjóra og meirihlutann í bænum til að draga til baka umræddar launahækkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert