Hefur hlotið 11 refsidóma frá 2008

Síbrotamaður var dæmdur í gæsluvarðhald til 6.júlí nk.
Síbrotamaður var dæmdur í gæsluvarðhald til 6.júlí nk. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni til 6. júlí nk. Maðurinn er undir sterkum grun um þjófnað, nytjastuld, bensíngripdeild og fíkniefnaakstur. Þá er maðurinn einnig undir rökstuddum grun um líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll.

Maðurinn var dæmdur 13. apríl sl. og fékk þá 14. mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir rán. Hann hefur hlotið 11 refsidóma frá árinu 2008 fyrir ýmis brot og er það mat lögreglu að ný afbrotahrina sé hafin hjá honum og að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva frekari afbrot og reyna að ljúka málum mannsins.

Þá er það mat lögreglu að maðurinn muni ekki fá skilorðsbundinn dóm vegna fjölda málanna og alvarleika brotanna.

Niðurstaða Hæstaréttar í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert