Höft þrengja að sjóðunum

Verðlækkun á fiski vegna evrukreppunar getur komið niður á lífeyrissjóðunum.
Verðlækkun á fiski vegna evrukreppunar getur komið niður á lífeyrissjóðunum. mbl.is/RAX

„Auðvitað er það áhyggju­efni að ganga í gegn­um nokk­ur ár þar sem ávöxt­un­in er und­ir meðallagi,“ seg­ir Arn­ar Sig­ur­munds­son, formaður stjórn­ar Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, í til­efni þess að ávöxt­un sjóðanna var 2,4% í fyrra og 2,6% árið 2010 eða nokkuð und­ir viðmiði um 3,5% raunávöxt­un líf­eyr­is­sjóða.

„Höft­in hafa fyrst og fremst þau áhrif að fjár­fest­ing­ar­kost­ir okk­ar eru mun minni og við þurf­um að fjár­festa miklu meira inn­an­lands en við vild­um. Það þýðir auðvitað að ávöxt­un­ar­krafa á rík­is­skulda­bréf hef­ur farið lækk­andi sem aft­ur þýðir að það fást lægri vext­ir af skulda­bréf­un­um sem við erum að kaupa.“

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að fyr­ir utan höft­in geti verðlækk­un á fiski og sam­drátt­ur í ferðaþjón­ustu vegna evrukrepp­unn­ar komið niður á hag­kerf­inu og þar með sjóðunum. Lak­ari ávöxt­un kalli á aðgerðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert