Fjallahópar björgunarsveita Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út um kl. 14 vegna slyss í Hafrafelli við Hafravatn í Mosfellsbæ. Svo virðist sem svifdrekamaður hafi brotlent í miðju fellinu.
Svo virðist sem svifdrekamaður hafi brotlent í miðju fellinu, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Sjúkrafllutningamenn ásamt fyrstu björgunarmönnum eru komnir á staðinn og virðist sem maðurinn sé fótbrotinn. Fellið er bratt og þarf að setja manninn í börur og tryggja hann með fjallalínum til að síga með hann niður þar sem sjúkrabíll bíður.