Þrotabúið eignalaust

Steinþór Jónsson.
Steinþór Jónsson. mbl.is/Helgi

Skipt­um á þrota­búi Bergs­ins ehf. lauk hinn 6. júní síðastliðinn en sam­kvæmt til­kynn­ingu sem birt­ist í Lög­birt­inga­blaðinu í gær fund­ust eng­ar eign­ir í bú­inu og var því skipt­um lokið án þess að greiðsla feng­ist upp í lýst­ar kröf­ur sem námu sam­tals tæp­um 3,8 millj­örðum ís­lenskra króna.

„Þetta var eign­ar­halds­fé­lag sem keypti hlut í Icebank. Það voru tólf aðilar sem áttu í þessu fé­lagi og þeir gerðu bet­ur en marg­ir. Við borguðum einn þriðja í eigið fé í þeim kaup­um og feng­um selj­endalán frá Byr og SPRON fyr­ir rest­inni og svo fór sem fór,“ seg­ir Steinþór Jóns­son, einn af fyrr­ver­andi eig­end­um Bergs­ins ehf., í Morg­un­blaðinu í dag.

Auk hans voru Sverr­ir Sverris­son, Jón­mund­ur Guðmars­son, Friðrik Ingi Friðriks­son og Friðrik Smári Ei­ríks­son á meðal helstu eig­enda fé­lags­ins og í stjórn þess.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert