Þrotabúið eignalaust

Steinþór Jónsson.
Steinþór Jónsson. mbl.is/Helgi

Skiptum á þrotabúi Bergsins ehf. lauk hinn 6. júní síðastliðinn en samkvæmt tilkynningu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í gær fundust engar eignir í búinu og var því skiptum lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu samtals tæpum 3,8 milljörðum íslenskra króna.

„Þetta var eignarhaldsfélag sem keypti hlut í Icebank. Það voru tólf aðilar sem áttu í þessu félagi og þeir gerðu betur en margir. Við borguðum einn þriðja í eigið fé í þeim kaupum og fengum seljendalán frá Byr og SPRON fyrir restinni og svo fór sem fór,“ segir Steinþór Jónsson, einn af fyrrverandi eigendum Bergsins ehf., í Morgunblaðinu í dag.

Auk hans voru Sverrir Sverrisson, Jónmundur Guðmarsson, Friðrik Ingi Friðriksson og Friðrik Smári Eiríksson á meðal helstu eigenda félagsins og í stjórn þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert