Borgin fær lengri frest

Perlan í Öskjuhlíð.
Perlan í Öskjuhlíð. Ernir Eyjólfsson

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að veita Reykjavíkurborg lengri frest til að taka ákvörðun um hvort hún kaupir Perluna. Fresturinn er til 22. júní. Jón Gnarr borgarstjóri segir að borgin sé að skoða ýmsar leiðir í þessu máli.

Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur lagt til við stjórn Orkuveitunnar að Perlan verði að nýju auglýst til sölu. Reiknað er með sölunni í forsendum fyrir plani sem unnið er eftir við björgun fjárhags fyrirtækisins.

Í bréfi til borgarráðs er Reykjavíkurborg boðið að kaupa Perluna af Orkuveitunni. Borgarráð samþykkti að vísa málinu til umsagnar starfshóps um sölu eigna OR.

Jón Gnarr segist ekki getað svarað því hvort sú leið verði farin að borgin kaupi Perluna. Vandinn sé að Perlan sé staðsett á mjög viðkvæmu svæði og það sé ekki hægt að gera hvað sem er við þetta svæði. Hann segir ýmsar leiðir til skoðunar og útilokar ekki að Perlan verði auglýst að nýju og seld til einkaaðila.

Orkuveitan auglýsti Perluna til sölu í vetur og bárust sex kauptilboð. Hæsta tilboðið var frá hópi fjárfesta sem áformaði að byggja við Perluna og nýja húsið fyrir ferðaþjónustu. Tilboðið hljóðaði upp á 1.688,8 milljónir króna.

Hópurinn féll í vor frá tilboði sínu í kjölfar þess að Reykjavíkurborg ákvað að efna til samkeppni um skipulag Öskjuhlíðarinnar. Hópurinn taldi að borgaryfirvöld væru að eyðileggja söluferli Perlunnar með því að standa svona að málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert