Hæstiréttur lækkaði miskabætur

Jón Bjarki Magnússon.
Jón Bjarki Magnússon. mbl.is/Golli

Hæstirétt­ur ómerkti í dag til­tek­in um­mæli sem birt voru í þrem­ur tölu­blöðum DV og dæmdi Jón Bjarka Magnús­son blaðamann DV til að greiða konu 300 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur. Er það 400 þúsund krón­um minna en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur taldi hæfi­leg­ar bæt­ur. Einnig þarf Jón Bjarki að greiða 800 þúsund krón­ur í máls­kostnað.

Um var að ræða um­fjöll­un dag­blaðsins um ná­granna­erj­ur í Ara­túni í Garðabæ sem birt­ist í sept­em­ber 2010. 

Hæstirétt­ur staðfesti niður­stöðu hins áfrýjaða dóms um ómerk­ingu ell­efu um­mæla þar sem í þeim hefðu fal­ist ærumeiðandi aðdrótt­an­ir í garð kon­unn­ar. Hvað varðar um­mæli sem tek­in voru úr grein er birst hafði í dag­blaði árið 1987 þótti fram komið að þegar Jón Bjarki skrifaði sína grein hefði hann haft und­ir hönd­um dóm saka­dóms Reykja­vík­ur frá ár­inu 1987 og hefði niðurstaða dóms­ins ekki verið í sam­ræmi við um­mæl­in. Því gat hann ekki hafa verið í góðri trú um sann­leiks­gildi þeirra um­mæla sem hann birti í grein sinni um mál­efnið.

Hann var á hinn bóg­inn sýknaður af kröfu um ómerk­ingu tvennra um­mæla sem lutu að lík­ams­árás á ör­ygg­is­vörð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka