Hæstiréttur lækkaði miskabætur

Jón Bjarki Magnússon.
Jón Bjarki Magnússon. mbl.is/Golli

Hæstiréttur ómerkti í dag tiltekin ummæli sem birt voru í þremur tölublöðum DV og dæmdi Jón Bjarka Magnússon blaðamann DV til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur. Er það 400 þúsund krónum minna en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hæfilegar bætur. Einnig þarf Jón Bjarki að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.

Um var að ræða umfjöllun dagblaðsins um nágrannaerjur í Aratúni í Garðabæ sem birtist í september 2010. 

Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um ómerkingu ellefu ummæla þar sem í þeim hefðu falist ærumeiðandi aðdróttanir í garð konunnar. Hvað varðar ummæli sem tekin voru úr grein er birst hafði í dagblaði árið 1987 þótti fram komið að þegar Jón Bjarki skrifaði sína grein hefði hann haft undir höndum dóm sakadóms Reykjavíkur frá árinu 1987 og hefði niðurstaða dómsins ekki verið í samræmi við ummælin. Því gat hann ekki hafa verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra ummæla sem hann birti í grein sinni um málefnið.

Hann var á hinn bóginn sýknaður af kröfu um ómerkingu tvennra ummæla sem lutu að líkamsárás á öryggisvörð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert