„Við höfðum lengi verið spurðir að því hvers vegna við byðum ekki upp á hvítan líkbíl,“ segir Rúnar Geirmundsson, en hann er útfararstjóri hjá Útfararþjónustunni ehf.
Útfararþjónustan ákvað á dögunum að fjárfesta í hvítum líkbíl, en hvítur líkbíll hefur ekki sést á götunum síðan Líkkistuvinnustofa Tryggva Árnasonar bauð upp á líkbíl framleiddan árið 1932.
„Ég fylgdist með bílum á netinu og fann svo einn sem var ódýr og vel með farinn,“ segir Rúnar í Morgunblaðinu í dag, en ekki er það óþekkt úti í heimi að sjá hvítan líkbíl.