Jón Ásgeir þarf að greiða

Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson verjandi hans.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson verjandi hans. mbl.is

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Jón Ásgeir Jóhannesson þurfi að greiða allan málskostnað vegna kyrrsetningarmáls, sem Glitnir höfðaði gegn gegn honum í Bretlandi.

Fram kemur að málskostnaðurinn í Bretlandi nemi 604 þúsund pundum, 112 milljónum króna. Jón Ásgeir taldi sig hafa gert samkomulag við Glitni um að greiða 150 þúsund pund, jafnvirði 28 milljóna króna, og að það væri fullnaðargreiðsla.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að Jón Ásgeir hafi talið að Glitnir ætlaði að gefa eftir hluta af málskostnaðarkröfunni. Vísar lögmaður Jóns Ásgeirs m.a. til þess að búið hafi verið að kyrrsetja allar eignir hans bæði hér á landi og erlendis sem ekki brunnu upp í kjölfar hruns á fjármálamörkuðum heimsins á árinu 2008. Útilokað hafi því verið fyrir Jón Ásgeir að greiða þennan viðbótarkostnað, auk þess sem hagsmunir Glitnis hafi verið að Jón Ásgeir yrði ekki tekinn til gjaldþrotaskipta.

Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni, að af bréfaskiptum milli lögmanna málsaðila, sem liggi fyrir í málinu, verði ekki annað ráðið en að einungis hafi innáborgunin, 150 þúsund pund, sem fram átti að fara 6. ágúst 2010, verið til umræðu á milli lögmanna. Hvergi sé vikið að því að Glitnir myndi gefa eftir allan málskostnað.

Þá segir dómurinn, að það hafi enga þýðingu að vísa til aðstöðu Jóns Ásgeirs því honum beri að standa við skuldbindingar sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert