Meiri mengun en talið var

Brennisteinsvetni kemur upp úr borholum sem virkjaðar eru.
Brennisteinsvetni kemur upp úr borholum sem virkjaðar eru. mbl.is/Golli

Á síðasta ári fór styrk­ur brenni­steinsvetn­is þris­var sinn­um yfir mörk sem reglu­gerð heim­il­ar í byggð. Veru­leg­ar lík­ur eru á að það ger­ist oft­ar því að harðari reglu­gerð tek­ur gildi árið 2014. Orku­veit­an ætl­ar að fara fram á að gildis­töku reglu­gerðar­inn­ar verði frestað meðan unnið er að úr­bót­um.

Þetta kom fram í máli Hólm­fríðar Sig­urðardótt­ur, um­hverf­is­stjóra OR, á árs­fundi Orku­veit­unn­ar.

Mik­il upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað á Hell­is­heiði und­an­far­inn ára­tug. Hell­is­heiðar­virkj­un var tek­in í notk­un 2006, stækkuð 2008 og aft­ur 2011. Útblást­ur jarðhitaloft­teg­unda þ.á.m. brenni­steinsvetn­is hef­ur því auk­ist. Op­in­ber viðmiðun­ar­mörk fyr­ir brenni­steinsvetni voru sett í reglu­gerð árið 2010 en strang­ari reglu­gerð á að taka gildi 1. júlí 2014.

Hólm­fríður seg­ir að út­blást­ur brenni­steinsvetn­is sé einn af mik­il­væg­ustu um­hverf­isþátt­um í rekstri jarðvarma­virkj­ana. Magn brenni­steinsvetn­is er mælt við virkj­an­irn­ar á Hell­is­heiði og á Nesja­völl­um, í Hvera­gerði og Norðlinga­holti í Reykja­vík. Heil­brigðis­eft­ir­lit á höfuðborg­ar­svæðinu reka sír­it­andi mæla m.a. á Hval­eyr­ar­holti í Hafnar­f­irði og við Grens­ás í Reykja­vík og gögn frá þess­um mæl­um eru aðgengi­leg al­menn­ingi.

Styrk­ur brenni­steinsvetn­is fór þris­var yfir mörk reglu­gerðar í byggð á síðasta ári. Hólm­fríður seg­ir að veru­leg­ar lík­ur séu á að það ger­ist oft­ar við hert­ar regl­ur árið 2014.

Þynn­ing­ar­svæði jarðgufu­virkj­ana hef­ur ekki verið skil­greint, en miðað við nú­ver­andi virkj­an­ir, verður þynn­ing­ar­svæðið víðáttu­meira en þekk­ist í kring­um aðra at­vinnu­starf­semi og mun stærra en t.d. kring­um ál­ver­in í Straums­vík og Grund­ar­tanga. Skil­grein­ing á þynn­ing­ar­svæði þýðir að föst bú­seta er ekki leyfð inn­an svæðis­ins. Kvaðir á land­notk­un verða tak­mark­andi fyr­ir skipu­lag þeirra sveit­ar­fé­laga sem þynn­ing­ar­svæðið nær til.

Rann­saka áhrif meng­un­ar á starfs­menn

Hólm­fríður seg­ir að Orku­veit­an sé að skoða ýms­ar leiðir til að draga úr brenni­steins­meng­un frá Hell­is­heiðar­virkj­un. Hún nefndi hefðbundn­ar aðferðir úr iðnaði, en þær leiða til þess að úr verður brenni­steinn í föstu formi eða brenni­steins­sýra, alls um 20 þúsund tonn. Það kosti fyr­ir­höfn og fjár­muni að losna við þetta magn en helsta leiðin sé að grafa brenni­stein. Hún seg­ir þessa leið því ekki eft­ir­sókn­ar­verða, m.a. ef horft sé til um­hverf­isáhrifa.

Hólm­fríður seg­ir áhuga­verðara að fara þá leið sem SulFix ný­sköp­un­ar­verk­efnið við Hell­is­heiðar­virkj­un geng­ur út á en það er að brenni­steinsvetni sé leyst upp í vatni og dælt niður í berg­lög en þess er vænst að það bind­ist þar var­an­lega á föstu formi. Lang­tíma­áhrif niður­dæl­ing­ar séu hins veg­ar óþekkt. Hún seg­ir að það kunni að taka sex ár að þróa þessa lausn.

Hólm­fríður seg­ir einnig hugs­an­legt að koma út­blæstri upp fyr­ir hita­hvörf um út­blást­urs­háf, en sjón­ræn áhrif slíkr­ar leiðar séu veru­leg.

Hólm­fríður seg­ir að rann­sókn gefi vís­bend­ingu um að brenni­steinsvetni og aðrir loft­meng­un­arþætt­ir vinni sam­an að því að hafa áhrif á önd­un­ar­færa­sjúk­dóma. Orku­veit­an hef­ur ákveðið að styðja far­alds­fræðilega rann­sókn á veg­um Há­skóla Íslands þar sem met­in eru áhrif loft­meng­un­ar á heilsu­far íbúa á Reykja­vík­ur­svæðinu. Einnig ætl­ar OR að gera rann­sókn­ir á heilsu­fari starfs­manna hjá virkj­un­um OR á Hell­is­heiði og Nesja­völl­um.

Tær­ing í möstr­um vegna meng­un­ar

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, staðfesti á fund­in­um, að vart hefði orðið við tær­ingu í möstr­um á Hell­is­heiði og að brún­leit skán sé á göml­um raf­magns­lín­um á svæðinu. Hann seg­ir að þetta svæði sé jarðhita­svæði og ekki hægt að segja hversu stór hluti tær­ing­ar­inn­ar sé til kom­inn vegna virkj­ana Orku­veit­unn­ar, en hún eigi ör­ugg­lega sinn þátt í þessu.

Bjarni sagði að reglu­gerð um brenni­steinsvetni væri strang­ari hér á landi en er­lend­is. Orku­veit­an væri ekki að reyna að koma sér und­an því að fara eft­ir reglu­gerðinni með því að óska eft­ir lengri tíma til að upp­fylla hana. Það væri venja þegar svona reglu­gerðir væru sett­ar að taka mið af þeirri starf­semi sem væri til staðar. „Vand­inn er meir en við bjugg­umst við,“ sagði Bjarni og bætti við að Orku­veit­an þyrfti lengri tíma. Fyr­ir­tækið myndi hins veg­ar ekki sitja auðum hönd­um held­ur vinna að lausn þannig að það upp­fyllti þær kröf­ur sem gerðar væru.

Vildi helst ekki reisa fleiri virkj­an­ir

Á fund­in­um var spurt út í áform Orku­veit­unn­ar að reisa Hvera­hlíðar­virkj­un og hvort ekki væri rétt á að fresta því í ljósi fjár­hags­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins og eins að skyn­sam­legt væri að geyma ork­una.

Bjarni sagði að hann hefði ekki áhuga á að byggja fleiri virkj­an­ir, bæði vegna fjár­hags­stöðunn­ar og eins vegna þess að það sam­ræmd­ist ekki stefnu OR að byggja virkj­an­ir til að selja raf­orku til einkaaðila. Það ætti að vera verk­efni annarra en OR að gera það. Það hefðu hins veg­ar verið gerðir samn­ing­ar árið 2007 og 2008 um bygg­ingu Hvera­hlíðar­virkj­un­ar og Orku­veit­an yrði að standa við gerða samn­inga.

Rætt er um að líf­eyr­is­sjóðirn­ir fjár­magni bygg­ingu Hvera­hlíðar­virkj­un­ar, en Norðurál hef­ur samið um að kaupa raf­orku frá virkj­un­inni.

Rannsaka á áhrif brennisteinsvetnis á starfsmenn OR sem starfa við …
Rann­saka á áhrif brenni­steinsvetn­is á starfs­menn OR sem starfa við Hell­is­heiðar­virkj­un.
Hellisheiðarvirkjun var stækkuð árið 2011.
Hell­is­heiðar­virkj­un var stækkuð árið 2011. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert