Reynt að ná samkomulagi í dag

mbl.is/Hjörtur

Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, mun funda með þingflokksformönnum í dag klukkan 13:00 þar sem þess verður freistað að ná samkomulagi um þinglok. Þetta kom fram í máli Ástu í þinginu rétt í þessu.

Um hálfur mánuður er nú síðan þinglok áttu að eiga sér stað samkvæmt áætlun og hefur þess verið freistað ítrekað undanfarna daga að reyna að ná samkomulagi í þeim efnum.

Fjölmörg mál eru á dagskrá Alþingis í dag og eru þar á meðal húsnæðismál og staða Íbúðalánasjóðs, samgönguáætlun, gjaldeyrismál og innheimtulög. Þá má nefna rammasaming á milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um svonefnda IPA-styrki vegna umsóknarinnar um inngöngu í sambandið og frávik frá skattalögum vegna þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert