Seðlabankinn ekki að leika sér

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði að því á Alþingi í morgun hvort Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, væri sammála peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, ekki síst í ljósi þeirrar ákvörðunar bankans fyrr í vikunni að hækka stýrivexti um 0,25%. Sagði hann mikilvægt að fá fram afstöðu ráðherrans í þeim efnum.

Jóhanna svaraði því til að Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun og tæki sínar eigin ákvarðanir. Sagðist hún ekki alltaf hafa verið sammála ákvörðunum bankans en hún teldi hins vegar ekki að hann væri að leika sér að því að hækka vexti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert