Vill skýrslu PwC um SpKef

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

Lilja Mósesdóttir þingmaður hefur farið fram á að nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fái eintak af skýrslu PricewaterhouseCoopers um SpKef. Skýrslan er 500 blaðsíður og var hún unnin að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Um fimm mánuði tók að vinna hana en skýrslan fjallar um síðustu tvö ár sjóðsins.

Í tilkynningu frá Lilju kemur jafnframt fram að hún hefur óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem nefndarmönnum eru kynntar niðurstöður skýrslunnar.

Þá óskar hún sérstaklega eftir að fá svör við eftirfarandi spurningum: Hvert var framlag ríkisins við stofnun SpKef; hvaða skuldbindingar tók ríkið á sig við stofnun SpKef; hvert var rekstrartap SpKef á starfstíma sparisjóðsins; hvað skýrir rekstrartapið; hvað rýrnuðu eignir mikið á starfstíma SpKef; hvað skýrir eignarýrnunina; hver var innlánaaukningin á starfstíma SpKef og hvað skýrir innlánaaukninguna?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert