Fólkið verði ekki tilraunadýr

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði.
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði. mbl.is/Friðrik

„Orkuveitan er búin að fá og fær áfram tækifæri til að koma í veg fyrir þessa mengun og uppfylla ákvæði reglugerðarinnar. Við hér gerum þá kröfu að við það verði staðið.“

Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, í Morgunblaðinu í dag um þá ætlun Orkuveitu Reykjavíkur að óska eftir að gildistöku reglugerðar sem kveður á um hert viðmiðunarmörk á brennisteinsvetnismengun sem á að taka gildi árið 2014 verði frestað. Brennisteinsvetnismengun hafi þrisvar farið fram yfir viðmiðunarmörk á síðasta ári.

„Það er alveg ljóst að bæjaryfirvöld í Hveragerði munu með öllum tiltækum ráðum koma í veg fyrir að Hvergerðingar eða aðrir verði notaðir sem tilraunadýr um það hversu mikla mengun fólk getur þolað,“ segir Aldís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka