Göngugata á Laugavegi frá sunnudegi

Laugavegi var breytt í göngugötu í fyrra og aftur nú …
Laugavegi var breytt í göngugötu í fyrra og aftur nú í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Frá og með þjóðhátíðardeginum 17. júní taka gildi sumarlokanir á Laugavegi neðan Vatnsstígs og á Skólavörðustíg neðan Bergstaðastrætis. Þessar göngugötur verða lokaðar fyrir bílaumferð fram yfir Menningarnótt 20. ágúst. Öll þjónusta við rekstraraðila fer fram um þvergötur fram til klukkan 11:00 alla virka daga.

Á heimasíðunni www.borghildur.info er hægt að kynna sér myndbönd og úttekt á mannlífinu á sumargötum í miðborginni í fyrrasumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert