Harma umræðu um kjördæmapot

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. mbl.is

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, fagnar samþykkt Vaðlaheiðarganga á Alþingi. Segir félagið göngin brýnustu framkvæmdina í samgöngumálum Norðausturkjördæmis og mjög mikilvægt skref í samgöngumálum landsins.

Kemur þetta fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi hjá Verði í dag.

Segir stjórnin það ánægjulegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hafi stutt málið en um er að ræða þingmennina Kristján Þór Júlíusson og Tryggva Þór Herbertsson.

Jafnframt harmar Vörður að aðrir þingmenn flokksins hafi ekki séð sér fært um að styðja framkvæmdina. Benda þeir á að verkið sé stórt skref í að auka einkaframkvæmdir í samgöngumálum hér á landi og að göngin verði að fullu greidd af veggjöldum.

Erfitt sé því að sjá hvernig nokkrir sjálfstæðismenn geti verið á móti slíkri framkvæmd.

Þá harmar Vörður einnig að margir virðast líta á framkvæmdir utan suðvesturhornsins sem kjördæmapot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert