Merði var smyglað hingað með Norrænu 5. júní sl. Í gær var ekki vitað hvar dýrið væri niðurkomið.
Erlendur maður búsettur á höfuðborgarsvæðinu kom með mörðinn og var stöðvaður við tollskoðun. Hann vildi ekki skiljast við dýrið og sagðist ætla að fara aftur utan með ferjunni. Tollverðir fylgdu manni og merði aftur um borð.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að skömmu síðar sást maðurinn stökkva í land og mun hann hafa verið með mörðinn með sér. Maðurinn náðist en var þá marðarlaus.