„Treystum ekki ríkisstjórninni“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Kristinn Ingvarsson

Þing­fundi á Alþingi hef­ur verið frestað til morg­uns en fund­in­um hef­ur ít­rekað verið frestað í dag og í kvöld. Hlé hef­ur verið gert á viðræðum formanna og þing­flokks­formanna en þeir hafa fundað stöðugt inn­an veggja þing­húss­ins um hvenær Alþingi eigi að hætta störf­um. 

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, úti­lok­ar ekki að niðurstaða fá­ist í málið fljót­lega. „Það ætti ekki að þurfa að vera langt í land vegna þess að í stjórn­ar­flokk­un­um og í stjórn­ar­and­stöðunni er fólk sem að vill gjarn­an ná sem mestri sátt með þetta mál og leysa það til framtíðar. Þannig að rík­is­sjóður hafi sem mest­ar tekj­ur af sjáv­ar­út­veg­in­um en jafn­framt verði stöðug­leiki fyr­ir grein­ina,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð. 

Tel­ur hann því þing­menn stjórn­ar og -and­stöðu geta náð sam­an um þetta atriði.

Hins veg­ar seg­ir hann álita­mál vera um hvaða skref eigi að taka næst. „Það virðast vera skipt­ar skoðanir inn­an stjórn­ar­liðsins um hvað sé ásætt­an­leg niðurstaða. Þá höf­um við fram­sókn­ar­menn viljað að sú vinna sem hef­ur farið fram und­an­farn­ar vik­ur fari ekki til spill­is ef menn ná ekki að klára mál­in núna,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

En fram­sókn­ar­menn töldu að hægt hefði verið að klára bæði veiðigjaldið og breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu. Verði það ekki hægt, legg­ur Sig­mund­ur Davíð megin­á­herslu á að sú vinna fari ekki til spill­is og að tek­inn verði upp þráður­inn þar sem frá var horfið.

„En við vilj­um að gengið sé frá því skrif­lega, vegna þess að við treyst­um ekki rík­is­stjórn­inni í ljósi reynslu und­an­far­inna ára.“

Er því gert ráð fyr­ir áfram­hald­andi fundi á Alþingi á morg­un.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, slítur fundi í kvöld.
Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, slít­ur fundi í kvöld. Mbl.is/Ó​mar
Alþingishúsið við Austurvöll
Alþing­is­húsið við Aust­ur­völl Ómar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert