Ekki þörf á að bjóða Vaðlaheiðargöng út aftur

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. mbl.is

„Það var búið að gefa aukasvigrúm vegna þess. Það hefur tæknilega ekkert gerst í þessu síðan tilboðinu var skilað inn nema þá að framlengja það. Það er öll vinnan eftir við að klára þetta.“

Þannig mælir  Gunnar Sverrisson, forstjóri ÍAV hf., í Morgunblaðinu í dag, en fyrirtækið átti ásamt Marti Contractors Lts. lægsta tilboðið í gerð Vaðlaheiðarganga sem hljóðaði upp á 8,8 milljarða króna.

Spurður að því hvað taki næst við segir Gunnar að hann geri ráð fyrir því að það verði einfaldlega hefðbundin vinna í þeim efnum. „Þeir Vaðlaheiðargangamenn þurfa náttúrulega meðal annars að klára fjármögnunarsamninga við ríkið,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert