Stjórnarandstaðan með neitunarvald

Margrét Tryggvadóttir.
Margrét Tryggvadóttir. mbl.is/Frikki

„Ríkisstjórnarflokkarnir virðast ætla að koma nokkrum smámálum í gegn. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur virðast hafa algert neitunarvald,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, skömmu áður en ljóst varð að ekki yrði samið um þinglok í gærkvöldi.

„Ef til vill verða veiðigjaldafrumvarpið og aðlögunarstyrkirnir að ESB það eina sem þingið kemur í gegn og ekki allir eru sammála um. Svo virðist sem að þessi tvö mál hafi verið á borðinu auk mála sem kunna að valda ríkinu stórtjóni vegna tiltekinna dagsetninga, svokölluð dagsetningarmál. Svo eru mál sem enginn ágreiningur er um.

Niðurstaðan er sú að á þinginu hafa tveir flokkar neitunarvald í flestum málum,“ segir Margrét.

Þjóðþingið í öngstræti

„Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að reka þjóðþing við þessar aðstæður. Þessi staða er fáránleg. Þingið hefur stritað í allan vetur og komið málum í gegnum nefndir og svo er þeim hent út um gluggann á síðustu klukkustundunum vegna þess að það á slípa parket í þingsalnum vegna innsetningar nýs forseta 1. ágúst.

Svo kemur til það sjónarmið frá því þegar það var aðeins einn fjölmiðill á Íslandi að ekki sé hægt að hafa forsetakosningar og þing á sama tíma. Það er úrelt sjónarmið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert