Margt var um manninn fram eftir degi í miðborg Reykjavíkur í dag en þar fóru fram hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardagsins. Víða um land var deginum fagnað með margvíslegri skemmtidagskrá. Veðrið lék við hátíðargesti, en þó féllu dropar á stöku stað, m.a. í höfuðborginni.
Kl. 16.30 hefjast svo tónleikar á Arnarhóli þar sem Pollapönk, Múgsefjun, Ojba Rasta, RetRoBot og Jón Jónsson koma fram.
Þá verður harmónikuball í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17 og dansiballi slegið upp á Ingólfstorgi kl. 17.
Hátíðarhöldunum í Reykjavík lýkur kl. 19 í kvöld.