Frumvarp um veiðigjöld samþykkt

Frá Alþingi. Úr myndasafni.
Frá Alþingi. Úr myndasafni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samþykkt var með 30 atkvæðum gegn 20 á Alþingi í kvöld að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld færi til þriðju umræðu en umræða um málið hefur staðið yfir klukkutímum saman undanfarnar vikur. Málið fer nú til atvinnuveganefndar og síðan til þriðju og síðustu umræðu.

Frumvarpið var samþykkt af þingmönnum Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem viðstaddir voru að Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undanskildum sem sat hjá.

Eins og mbl.is hefur sagt frá náðist samkomulag í dag um þinglok sem fól meðal annars í sér að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt. Gert er ráð fyrir að þriðja umræða um frumvarpið fari fram á morgun.

Frétt mbl.is: Veiðigjöld verða 12-13 milljarðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert