Sjö varaþingmenn á þingi

Ólafur Þór Gunnarsson situr nú á þingi í forföllum Guðfríðar …
Ólafur Þór Gunnarsson situr nú á þingi í forföllum Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur.

Sjö varaþingmenn sitja nú á Alþingi. 11% þeirra sem nú sitja á þingi eru því varaþingmenn. Ástæðan fyrir þessu er sjálfsagt sú að samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að slíta þinginu um síðustu mánaðamót og margir þingmenn hafa því gert plön í samræmi við það.

Auður Lilja Erlingsdóttir tók sæti sem varamaður Árna Þórs Sigurðssonar. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir situr á Alþingi sem varamaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Baldvin Jónsson leysir Birgittu Jónsdóttur af. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir gegnir þingstörfum í forföllum Ásbjörns Óttarssonar. Guðrún H. Valdimarsdóttir situr á þingi fyrir Vigdísi Hauksdóttur. Magnús H. Norðdahl situr á þingi á meðan Katrín Júlíusdóttir er í fæðingarorlofi. Ólafur Þór Gunnarsson situr nú á þingi í forföllum Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert