40-50 milljarðar í veiðigjöld á 3 árum

Forsætisráðherra segir að veiðigjöld skili 40-50 milljörðum á næstu þremur …
Forsætisráðherra segir að veiðigjöld skili 40-50 milljörðum á næstu þremur árum. mbl.is/Hjörtur

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að fjár­fest­ingaráætl­un, sem ráðuneytið kynnti í vor, sé ekki í upp­námi þrátt fyr­ir breyt­ing­ar sem hafi verið gerðar á frum­varpi um veiðigjöld.

For­sæt­is­ráðherra sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í dag vegna umræðu í fjöl­miðlum um að fyr­ir­huguð lög um veiðigjöld muni aðeins gilda í eitt ár og að fjár­fest­ingaráætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé í upp­námi.

„Þvert á móti munu veiðigjöld­in verða stig­vax­andi á næstu árum verði fyr­ir­liggj­andi laga­frum­varp samþykkt eins og sam­komu­lag um þinglok ger­ir ráð fyr­ir. Miðað við óbreytta af­komu sjáv­ar­út­vegs­ins má því gera ráð fyr­ir að arður þjóðar­inn­ar af fisk­veiðiauðlind­inni verði um 1% af lands­fram­leiðslu næstu árin eða 40-50 millj­arðar á næstu þrem­ur árum eins og áætlan­ir stjórn­valda gerðu ráð fyr­ir.

Með þess­ari niður­stöðu hafa for­send­ur fjár­laga, lang­tíma­áætl­un­ar í fjár­mál­um rík­is­sjóðs og fjár­fest­ingaráætl­un­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar 2013-2015 verið tryggðar hvað varðar tekj­ur af veiðigjöld­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert