Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði við upphaf þingfundar í dag að hún teldi sig óbundna af samkomulagi sem gert var á milli þingflokkanna um lok þingstarfa. „Ég hef ekki veitt umboð til samninga um afdrif mála,“ sagði Ólína og nefndi sérstaklega fiskveiðistjórnunarmálin tvö.
Þegar kemur að þeim sagðist Ólína bundin af stefnu flokks síns og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna, ekki af baksamningum stjórnmálaflokkanna.