Frumvarp um veiðigjöld að lögum

Samþykkt var á Alþingi í kvöld frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld með 27 atkvæðum gegn 16. Þrír þingmenn sátu hjá og 17 voru fjarstaddir. Afgreiðsla frumvarpsins var sem kunnugt er hluti af samkomulag um þinglok sem forystumenn stjórnmálaflokkanna komust að í gær.

Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þeirra þingmanna Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem viðstaddir voru að undanskildum Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem sat hjá ásamt Lilju Mósesdóttur og Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar. Aðrir þingmenn hreyfingarinnar samþykktu frumvarpið.

Frétt mbl.is: „Eignaupptaka hjá ríkinu“

Frétt mbl.is: Veiðigjöld verða 12-13 milljarðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert