Hallgrímskirkja er ein af tíu mögnuðustu kirkjum heims að mati danska blaðsins Politiken.
Á heimasíðu blaðsins er birtur listi yfir tíu kirkjur sem þykja þess virði að skoða sérstaklega. Þar er Hallgrímskirkja í öðru sæti á eftir Saint-Michel d'Aiguilhe-kirkjunni í Frakklandi.
Politiken segir meðal annars frá því að arkitektúr Hallgrímskirkju, sem er eftir Guðjón Samúelson, vísi í íslenska náttúru: bæði eldfjöll, kletta og goshveri. Þá sé það vel þess virði að kíkja upp í turninn á þessari fjórðu hæstu byggingu Íslands því þar blasi við einstakt útsýni yfir Reykjavíkurborg. Á góðum degi megi jafnvel sjá Snæfellsjökul sem sé í um 120 kílómetra fjarlægð.
Lista Politiken yfir kirkjurnar má sjá hér.