Kolefniskerfi ESB að lögum á Íslandi

Þuríður Backman og Atli Gíslason í þingsalnum. Úr myndasafni.
Þuríður Backman og Atli Gíslason í þingsalnum. Úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Með nýsamþykktum lögum um loftslagsmál og umgjörð þeirra hefur kolefniskvótakerfi Evrópusambandsins verið innleitt á Íslandi. Þetta kom fram í máli Þuríðar Backman, þingmanns VG, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínum um frumvarpið.

„Hæstvirtur forseti. Við göngum nú til atkvæðagreiðslu um afar umfangsmikið frumvarp þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Í fyrsta lagi er um heildarlöggjöf á sviði loftslagsmála að ræða, fyrstu heildarlöggjöf á sviði umhverfismála. Í öðru lagi erum við að innleiða reglur um viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Ég vil þakka nefndarmönnum og öðrum sem komu að vinnslu málsins og gerðu afgreiðslu málsins mögulega á svo skömmum tíma,“ sagði Þuríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert