Kvennamessa við Þvottalaugarnar

Kvenprestar fjölmenntu í kvennamessuna sem fór fram í kvöld.Fyrir miðju …
Kvenprestar fjölmenntu í kvennamessuna sem fór fram í kvöld.Fyrir miðju má sjá sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, verðandi biskup, sem predikaði við messuna. mbl.is/Sigurgeir

Árleg kvennamessa var haldin við Þvottalaugarnar í Laugardalnum nú í kvöld. Viðstaddir létu rigningu og blautt gras ekkert á sig fá en messan fór fram undir berum himni. Kvennakirkjan, í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands, stóð fyrir guðsþjónustunni.

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup, predikaði.

Anna Sigríður Helgadóttir söng einsöng við guðsþjónustuna og Ásdís Þórðardóttir lék á trompet. Þá leiddi kór Kvennakirkjunnar söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.

Bakarí Guðs

Messan var ekki eina athöfn kirkjunnar í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní en fyrr í dag fór fram útgáfuhóf vegna nýútkominnar bókar sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur. Bókin nefnist Bakarí Guðs og henni er ætlað að vera hvatning til notkunar lúterskrar guðfræði og staðhæfingar hennar um preststörf alls hins skírða fólks og til að endurskoða möguleika kirkjunnar til að efla starfsgleði presta sem eru vígðir eru til að predika, eins og segir í tilkynningu frá þjóðkirkjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka