Landsbankinn hefur samið um að fyrirframgreiða gamla Landsbankanum, þ.e. Landsbanka Íslands hf. (LBI), fjórðung af höfuðstól svokallaðra A-skuldabréfa eða sem nemur rúmum 73 milljörðum króna.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fyrstu greiðslur áttu að hefjast árið 2014. Greitt er í evrum, dollurum og pundum.
Í síðustu áætlunum slitastjórnar LBI frá í maí sl. var reiknað með að endurheimtur skulda í ár myndu nema 38 milljörðum íslenskra króna. Má leiða að því líkum að auðveldara ætti að vera fyrir slitastjórn þrotabúsins að greiða kröfuhöfum meira upp í forgangskröfur á borð við Icesave-skuldina í kjölfar greiðslu Landsbankans.