Ólína segir ekki farið að reglum

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir Eggert Jóhannesson

„Þingsköp­in eru varn­argirðing þing­ræðis­ins – þau eru leik­regl­urn­ar sem okk­ur ber að fara eft­ir og beita. Það hef­ur ekki verið gert að und­an­förnu. Þess í stað hef­ur verið samið í bak­her­bergj­um.“ Þetta seg­ir Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í pistli á vefsvæði sínu.

Eins og greint var frá á mbl.is sagði Ólína við upp­haf þing­fund­ar í dag, að hún teldi sig óbundna af sam­komu­lagi sem þing­flokk­arn­ir gerðu um þinglok.

Ólína seg­ir í pistli sín­um að stjórn­mála­flokk­ar geti í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum dregið úr ýtr­ustu kröf­um og samið um út­færsl­ur þegar gerður er nýr stjórn­arsátt­máli tveggja flokka „en þing­menn hafa ekki umboð til þess að fara í þver­öfuga átt eða semja um „mála­miðlan­ir“ til skaða fyr­ir stefnu­mál eig­in flokks eða þvert gegn stjórn­arsátt­mála.“

Hún seg­ist áfram munu berj­ast fyr­ir heil­brigðum og far­sæl­um breyt­ing­um á fisk­veiðistjórn­un okk­ar „en þá bar­áttu vilj ég heyja með opn­um og heiðarleg­um aðferðum, á grund­velli lýðræðis­legr­ar umræðu og eðli­legra vinnu­bragða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert