Orri Vésteinsson: Menningarslys

Orri Vésteinsson
Orri Vésteinsson mbl.is

Á Alþingi ligg­ur nú fyr­ir frum­varp mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra til laga um menn­ing­ar­minj­ar sem skrúf­ar fyr­ir alla mögu­leika á að hægt sé að halda áfram skipu­legri kort­lagn­ingu forn­leifa á Íslandi. Þetta seg­ir Orri Vé­steins­son, pró­fess­or í forn­leifa­fræði í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag og bend­ir á að Alþingi geti af­stýrt því að forn­leif­a­skrán­ing legg­ist af á Íslandi sé skiln­ing­ur og vilji fyr­ir hendi.
Orri seg­ir að ís­lenska ríkið hafi aldrei lagt forn­leif­a­skrán­ingu annað lið en að skylda sveit­ar­fé­lög til að láta fram­kvæma hana í sam­bandi við skipu­lags­gerð. Það megi deila um rétt­mæti þess að hafa velt þess­ari byrði yfir á sveit­ar­fé­lög­in og hún legg­ist misþungt á þau. Þau hafi hins­veg­ar mörg hver tekið á þessu verk­efni af mikl­um metnaði enda hafi þau mik­inn skiln­ing á gildi forn­leifa. „Slík­an skiln­ing er ekki að finna hjá mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu. Það hef­ur aldrei sýnt að það hafi neinn vilja til að greiða götu forn­leif­a­skrán­ing­ar, efla hana (t.d. með því að jafna aðstöðu sveit­ar­fé­laga til að skrá) eða tryggja að þær upp­lýs­ing­ar sem þó er safnað séu gerðar aðgengi­leg­ar al­menn­ingi. Nú tek­ur hins­veg­ar stein­inn úr ef fjar­lægja á einu laga­stoðina sem fyr­ir þessu verk­efni er. Metnaðarleysi rík­is­valds­ins í þess­um mála­flokki er gríðarlegt og yfirþyrm­andi.“
Grein Orra er á blaðsíðu 17 í Morg­un­blaðinu í dag, en áskrif­end­ur geta einnig lesið hana hér.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka