Orri Vésteinsson: Menningarslys

Orri Vésteinsson
Orri Vésteinsson mbl.is

Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra til laga um menningarminjar sem skrúfar fyrir alla möguleika á að hægt sé að halda áfram skipulegri kortlagningu fornleifa á Íslandi. Þetta segir Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og bendir á að Alþingi geti afstýrt því að fornleifaskráning leggist af á Íslandi sé skilningur og vilji fyrir hendi.
Orri segir að íslenska ríkið hafi aldrei lagt fornleifaskráningu annað lið en að skylda sveitarfélög til að láta framkvæma hana í sambandi við skipulagsgerð. Það megi deila um réttmæti þess að hafa velt þessari byrði yfir á sveitarfélögin og hún leggist misþungt á þau. Þau hafi hinsvegar mörg hver tekið á þessu verkefni af miklum metnaði enda hafi þau mikinn skilning á gildi fornleifa. „Slíkan skilning er ekki að finna hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Það hefur aldrei sýnt að það hafi neinn vilja til að greiða götu fornleifaskráningar, efla hana (t.d. með því að jafna aðstöðu sveitarfélaga til að skrá) eða tryggja að þær upplýsingar sem þó er safnað séu gerðar aðgengilegar almenningi. Nú tekur hinsvegar steininn úr ef fjarlægja á einu lagastoðina sem fyrir þessu verkefni er. Metnaðarleysi ríkisvaldsins í þessum málaflokki er gríðarlegt og yfirþyrmandi.“
Grein Orra er á blaðsíðu 17 í Morgunblaðinu í dag, en áskrifendur geta einnig lesið hana hér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert