Eldsneytisverð lækkar enn meira

AP

Eldsneytisverð hefur haldið áfram að lækka í dag en snemma í morgun tilkynnti Atlantsolía um verðlækkun á bæði bensíni og dísil. Kostar lítrinn af bensíni nú 245,40 krónur hjá Orkunni og 245,50 krónur hjá Atlantsolíu. Lítrinn af dísil kostar 245,20 krónur hjá Orkunni og 245,30 krónur hjá Atlantsolíu og ÓB.

Dýrast er að kaupa bensín hjá Shell en þar kostar lítrinn 248,70 krónur en Skeljungur á og rekur bensínstöðvar Shell og Orkunnar. Dísilolían er dýrust hjá Olís en þar kostar lítrinn 246,50 krónur.

Í lok mars kostaði lítrinn af bensíni 266,1 krónu. Lítrinn af bensíni hefur því lækkað um rúmlega tuttugu krónur frá þeim tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert