„Þetta er ótrúlega óforskammað“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Rax

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ótrúlega óforskammað af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að viðurkenna ekki að brotin hafi verið jafnréttislög við ráðningu í starf skrifstofustjóra skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu árið 2010.

Hann segir að í stað þess að biðjast afsökunar á mistökum sínum haldi forsætisráðherra áfram að gera lítið úr málinu. Þá hafi hún fagnað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem Önnu Kristínu Ólafsdóttur voru dæmdar miskabætur vegna málsins og málskostnaður féll á ríkissjóð. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Bjarna í dag.

„Í stað þess að biðjast afsökunar, viðurkenna mistök og horfast í augu við brot á lögum heldur forsætisráðherra áfram að gera lítið úr því að brotin hafi verið jafnréttislög. Jóhanna Sigurðardóttir fagnar niðurstöðu héraðsdóms þar sem umsækjandanum voru dæmdar miskabætur og ríkið borgar málskostnað. Þetta er ótrúlega óforskammað,“ segir hann.

Frétt mbl.is: Fagnar niðurstöðu héraðsdóms

Frétt mbl.is: Bætur vegna yfirlýsingar forsætisráðherra

Frétt mbl.is: Anna Kristín fær hálfa milljón

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert