Harma framgöngu eigin þingmanna

Vinstri grænir
Vinstri grænir

Stjórn Svæðisfélags VG í Skagafirði harmar framgöngu þingmanna og ráðherra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem flestir greiddu atkvæði með svokölluðum IPA-styrkjum, þrátt fyrir samþykktir flokksins um að ekki verði tekið við styrkjum til aðlögunar að ESB, samkvæmt fréttatilkynningu sem stjórnin hefur sent til fjölmiðla.

„Sýnir þetta betur en flest annað á hvaða vegferð forysta flokksins er, sem leynt og ljóst berst fyrir áframhaldandi samningum við Evrópusambandið, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar um að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB,“ segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert